top of page

UM OKKUR

Fyrirtækið var stofnað 1986 og voru eigendur Pípulagningameistararnir Christian Þorkelsson og Reynir Baldursson. Við byrjuðum á þjónustu við einstaklinga og tókum eitt og eitt hús í nýlögnum. Fljótlega fórum við að taka þátt í útboðum og fyrsta verkið var Perlan á Öskjuhlíð. Einnig þjónustuðum við ÁTVR á upphafs árunum og gerum enn.

Árið 1999 keypti Christian hlut Reynis og hefur síðan rekið fyrirtækið einn með hjálp góðra manna sem hafa unnið hjá fyrirtækinu, margir mjög lengi.

Á þessum 34 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur rekstur þess undið jafnt og þétt upp á sig og hefur starfsmannafjöldinn mest farið í 78 manns.

Alhliða pípulagnir er eins og nafnið segir, í öllu sem viðkemur pípulögnum og höfum við talsverða sérþekkingu í mannskapnum sem hefur nýst okkur vel í gegnum árin.

Stór hluti starfseminnar er í útboðum og meðal okkar stærstu verka er m.a Perlan í Öskjuhlið, Hús Íslenskrar Erfðagreiningar í Vatnsmýrinni, Reykjanesvirkjun, Álfheimar 74, Svartsengi 2 áfangar, Stækkun á Keflavíkurflugvelli, Borgartún 19,21 og 21A, Korputorg, Sæmundargata 21 stúdentagarðar með 244 íbúðum og Hótel í Landsímahúsinu.

 

Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í samsteypu verkefnum með öðrum fyrirtækjum í greininni ss Salalauginni í Kópavogi, Þeistareykjavirkjun og húsnæði Costco í Garðabænum.

Þá bjóðum við upp á reglubundnar skoðanir á stærri eignum skv samningi við húseigendur.

Einnig sjáum við um reglubundnar skoðanir á sprinklerkerfum í samræmi við reglur Mannvirkjastofnunninnar og eldvarnaeftirlitsins um slíkar skoðanir.

Við erum með samning við Kópavogsbæ um viðhald og viðgerðir í þeirra eignum og höfum sinnt því síðan 2013.

ABOUT

1986

Stofnað árið

178

byggingarleyfisskyld  verkefni kláruð frá 1991

38

Fjöldi Starfsmanna

STARFSMENN

Christian Thorkelsson

Christian Thorkelsson

Framkvæmdastjori

Í vinnslu

Snorri Waage

Snorri Waage

Skrifstofustjóri

Í vinnslu

Daniel Freyr Gunnarsson

Daniel Freyr Gunnarsson

Verkstjori

Í vinnslu

Steingrímur Arnar Jónsson

Steingrímur Arnar Jónsson

Verkefna, gæða og innkaupastjóri

Í vinnslu

Gunnar Bjarnason

Gunnar Bjarnason

Viðhald og viðgerðadeild

Í vinnslu

Kristinn Halldorsson

Kristinn Halldorsson

Verkstjori

Í vinnslu

STARFSMENN
PROJECTS

VERKEFNI

VIÐSKIPTAVINIR

CLIENTS

ÞJÓNUSTAN

Plumbing-1.jpg
Nýlagnir

Við tökum að okkur verkefni bæði í formi tilboða og í útseldrar vinnu. Alhliða pípulagnir stærir sig að því að þegar kemur á nýlögnum höfum við reynsluna.

Breytingar

Um áraraðir höfum við þjónustað stór sem smá fyrirtæki og unnið margvísleg verkefni fyrir þau.

Plumbing
Viðgerðir

Vegna þeirra fjölda verkefna sem Alhliða pípulagnir hefur tekið að sér höfum við byggt upp mikla reynslu í hinum misjöfnu verkefnum og því höfum við sérþekkingu í mannskap.

Viðhald

Við erum með samninga við fyrirtæki og aðila á vinnumarkaði til að viðhalda gömlum eða nýjum byggingum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir mögulegan viðhaldskostnað í framtíðinni.

Pipe handle
Fyrirtækjaþjónusta

Alhliða hefur tekið að sér ógrynni verkefna í gegnum tíðina og höfum við alltaf haft það að markmiði að skila sem bestri vöru til viðskiptavina okkar.

Verkábyrgð

Við byggjum alla okkar vinnu á mjög ströngu gæðaeftirlitskerfi sem tryggir að við skilum ávallt þeim gæðum sem við ætlum okkar viðskiptavinum. 

Helstu verkliðir

Verkliðir
Samningar
Annað
Heitir pottar
Vatnsúðakerfi
Brunaþéttingar
Hreinlætistæki
Þjónustu samningar
Frárennslislagnir
Hitablásarar
Golfhiti - golfhitakerfi
Neysluvatnslagnir
Ofnar - Ofnalagnir
Snjóbræðslulagnir - Snjóbræðslukerfi
Frárennslislagnir
ÞJÓNUSTA

HAFÐU SAMBAND

Fyrirspurningar

Fyrir allar fyrirspurnir, spurningar eða tilmæli skaltu hringja í: 566-7001 eða fylla út eftirfarandi.

Takk fyrir!

Skrifstofan

Akralind 5

201, Kópavogur

pipulagnir(AT)alhlida.is

Tel: 566-7001

Ráðningar

Til þess að sækja um vinnu hjá Alhliða pípulögnum, vinsamlegast sendið email á pipulagnir(AT)alhlida.is með upplýsingum

CONTACT
bottom of page